Wednesday, May 30, 2007

Nýr dagur nýtt ljóð - eða hvað

ljóðið skrifaðist
af sjálfu sér
orðin
röðuðu sér niður
oft í skrýtinni
röð
sum orð aftast
önnur fremst
einhver þar
á milli
sum orð í hópum
önnur ein og sér
en þau voru
þarna
merkingin stundum
lítil
sem engin
bara orð
sem stóðu
saman
eða í sundur

No comments: