þau skjótast um í kollinum
vilja að hugsað sé um þau
biða um að þau séu rituð niður
orðin
mörg skemmtilega glettin
þau gera sér að leik
að setja allt á annan endann
og hlægja svo að öllu saman
orðin
sum einfaldlega stríðin
þau geta hrúgast saman
stundum dreifist úr þeim
og ekki er hægt að henda reiður á þeim
orðin
algerlega nauðsynleg
31. mars 2005
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment