Þankarnir snúast hring eftir hring
hingað og þangað skjótast.
Mennirnir rífast þing eftir þing
því í öllu er verið að rótast.
Mikið er annars um heilabrot
og ekki svo létt að "laga".
Afgreiðum sumar út í skot
slíkt mun engan plaga.
Á arkinu hugsa ég mikið og margt
magnað hvað kemst að.
Aldrei verður frá öllu sagt
of mikið yrði það.
Suma hluti skal hugsa um
halda sér við efnið.
Aðra verður að ræða um
og frá vandræðum stefnið.
19. apríl 2005
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment