Monday, May 28, 2007

Í upphafi árs

árið er ungt
nýtt
notum það
skynsamlega
miðlum brosi
og
gæsku

látum ekki
hraðann hafa
áhrif á okkur
allt hefur sinn
tíma
og
takmörk

eyðum tíma
með þeim sem
standa okkur næst
bæði ástvinum
og
vinum

en umfram allt
Farið
vel
með
ykkur

5. jan. 2007

No comments: