Hissa varð hún gamla konan
hætti strax að tala.
Þarna var þá litla læðan
lá í fleti og var að mala.
Yfir fjöllin feikna há
flýgur hópur fugla.
Gaman væri þeim að ná
hvað er ég að rugla?
Fínn er maður á flottum bíl
ferðast hér og þar.
Um þetta ég skrifaði stíl
sem af öllum bar.
Vitleysan vellur upp úr mér
vitaskuld er gaman.
Það veit sá sem allt hér sér
að ég er rauð í framan.
Hvernig væri´ að hætta þessu
horfum þó ei til baka.
Áður en allt fer í klessu
ég syng bí bí og blaka...
8. júní 2005
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment