í kollinum þeytast þægileg orð
þankarnir eru margir og stórir
sum á ekki að bera á borð
betra ef þar sitja fjórir
með hægri hönd undir vinsti kinn
hún liggur svo kyrrlát og hljóð
þar mun hún sofa enn um sinn
ég syng henni fallegt ljóð
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
skýin eru í feluleik
sum sjást þó í öðrum leikjum
snú-snú, parís og eltingaleik
eitt er skilið útundan
eða kannski er það bara að hugsa
hmm, hugsa skýin
12. jan. 2005
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment