Monday, May 28, 2007

slökun

í bollanum kaffi
sterkt og gott
við höndina góð bók
ef hugurinn ranglar
eitthvað burt
má alltaf grípa
í sauma
eða dagleg verk

á göngu er gott að slaka á
grufla, pæla, hugsa
eða loka fyrir
orðstöðvarnar
skyldi það annars vera hægt?

í heitu froðubaði
er gott að hvíla sig
láta hugann hverfa
frá daglegu amstri

eina regla er
að flýta sér mjög, mjög hægt

12. okt. 2006

No comments: