í draumnum var það eðlilegt
að brún sólin risi
úr suðri upp á
fjólubláan himininn
fólkið gekk út á hlið
og allir heilsuðust
brosandi
appelsínugult hafið
lék sér við bleika ströndina
grasið var dimmblátt
þegar kvöldaði
settist sólin
í austri
fólk gekk afturábak
inn í húsin sín
og kallaði
"góða nótt!"
4. mars 2005
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment