Monday, May 28, 2007

- Svona er lífið -

Til eru þeir sem alltaf kvarta
hvernig sem stendur á
svo eru þeir sem lítið
láta uppi hvað þeim finnst

Til eru þeir sem allt sjá jákvætt
þótt oft sé erfitt um vik
svo eru þeir sem þurfa
mikið að tala um ALLT

Hjá sumum er tíminn lengi að líða
leiðist þeim sí og æ
aðrir eru ekkert að bíða
og skjótast um borg og bæ

Einhverjir halda að lífið sé hnútur
hugsa um hvort hann leysist
svo eru aðrir sem láta ekki
áhyggjurnar spilla svefni sínum

Sitt sýnist hverjum
enginn hugsar eins
SEM BETUR FER
brosum og verum glöð

5. nóv. 2004

No comments: