að hugsa um ekkert er lítið mál
orðin streyma hratt úr stað
sum hafa merkingu önnur bara tál
en engin á leiðinni í bað
stundum er gott að bulla í bolla
ballið er rétt að byrja
líka má kannski dóla og drolla
drífa sig út og kyrja
hreyfi ég höfuðið upp og niður
hlýtur að þýða já
þá er það afar góður siður
að fara strax á stjá
5. jan. 2005
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment