Þó að rigni stríðum straumi
stingur birtan sér í gegn.
Þetta er eins og í dúndur draumi
dæmalaust góð fregn.
Dagur lengist meir og meir
mikið er það flott.
Bleytan breytir mold í leir
bráðum verður gott.
Sumarið er handan við hornið
hækkar sólin daglega.
Ekki svo slæmt fyrir íslenska kornið
sem ég nota "glaðlega".
13. apríl 2007
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment