Vindurinn strauk mér svo blítt um kinn
sveifluðust lokkar í allar áttir.
Ég verð þó að bíða enn um sinn
að opnaðar verði allar gáttir.
Glaðlegar hugsanir huga minn fylla
hætt get ég ekki að brosa.
Rétt er sér stundarkorn aðeins að tylla
samt ekki´ á blautan mosa.
Hvað er í gangi, ég bara spyr?
Tíminn hann þýtur hratt.
Niður ég sest og borða mitt skyr
samt var ekkert svo bratt.
Tímabært er þessu rugli að rjúfa
rangla tímanum mót.
Hlusta kannski á lagið ljúfa
láta sig dreyma um bót.
5. mars 2007
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment