Monday, May 28, 2007

Seinni partana á ég

Þetta var ort í maí 2003. Fyrri partana á Baldur Pálsson en seinni partarnir eru mínir.:

Björn er okkar besta vörn
gegn brennivíni og sukki.
Nú í búðum tökum törn
taktfst, hreint með bukki.

Hulda er mesta happafljóð
og heimsins mesta skvísa.
Hana vildum setja í sjóð
söfnun dúkku-lísa.

Alla hefur allt ég tel
altinn þó ei syngur,
Stundum hana líka vel
að telja mína fingur.

Anna Sigga eins og sól
í sumarblíðu ljómar.
Brosir blítt ef fær hún hól
betur þá hún hljómar.

Dísella er dásamleg
dísæt eins og sykur.
Dísella er yndisleg
og ekki vatna-nykur.

Baldur er í bassarödd
með bumbu í sínu fangi.
Værum öll í vanda stödd
vildi hann lifa á þangi.

Í bassanum hann Bjarni sat
en breyttist svo í gelding,
Finnbjörn reyndi allt hvað gat
en hvarf svo eins og elding.

Bryndís fór í berjamó
og baslaði við að tína.
Syngur hæ og segir hó
situr við hlið mína.

Hilmar á hinn hreina tón,
háan mjög og bjartan.
Ólöf og hann eru hjón
hanga þau á hjartan-
u

Hlíf er ung og Hlíf er rjóð
Hlíf er svoldið dreymin.
Hlíf er sæt og Hlíf er góð,
Hlíf er ekki gleymin!

Jóhanna er jákvæð mær
Jóhanna er kroppur.
Andlit sitt hún aðeins þvær
og undir rúmi koppur.

Kristinn marga kjóla á,
og klæðist þeim í leynum.
Líkjast honum líka má
líklega við reynum.

Ólöf er sko yndið mitt
einstök vændiskona.
Ágætt bara heldur en hitt
Hún er bara svona.

Sigurbjörg er sæt og fín
syngur eins og díva.
Vildi hún kæmi heim til mín
húsið mitt að þrífa.

Sveinn er bæði sýnist mér
svipfagur og ljúfur.
Er hann eitthvað skyldur þér,
einmitt líkt og stúfur?

Villa mín er vænsta sprund
vildi ég hana kyssa.
Röltum út um græna grund,
grasið bítur hryssa.

No comments: