Játast munu hvort öðru í dag
Ásdís og hann Sigfús.
Okkurs finnst því það í hag
þeim að fylgja í kirkjuhús.
Vinir þau verði, sambandið treysti
vaktina standa saman.
Þeirra bíði langt líf og hreysti
leikur og meira gaman.
Hlúið að ástinni alla tíð
og ræktið hvort annað.
Leggið ei í skotgröf og stríð
slíkt er alveg bannað.
12. júlí 2005 (sett inn á aðalblogg þennan dag)
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment