Monday, May 28, 2007

spuni

stundum horfi ég
upp í skýin
og ímynda mér
að ég liggi þar
líði um í loftinu
með lokuð augun
og láti mig dreyma
þegar ég opna
augun og ætla að
kíkja niður
blasir eitthvað óvænt
við mér

stundum horfi ég
út á sjóinn
og ímynda mér
að ég liggi í
bátkænu
og öldurnar
vagga mér mjúklega
ég hef augun lokuð
og læt mig dreyma
þegar ég opna augun
til að horfa á sjóinn
er allt svo kunnuglegt
í kringum mig

stundum horfi ég
yfir túnið
og ímynda mér
að ég liggi í grasinu
horfi upp í himininn
og búi til sögur úr
skýjunum
lokuð augun opnast
og ég sé að ég er
heima hjá mér

3. okt. 2006

No comments: