Monday, May 28, 2007

Út og suður

Það er gaman að lifa og leika sér
leggjast í grasið og blunda.
Stundum gæti ég hugsað hér
hrifin af stað ég skunda.

Ég er í stuði, sjáið þið til
senn mun ég leggja á fjöll.
Hitta alla ættina hér um bil
heima við æsku-höll.

Gott verður góðan hóp að sjá
gefa sér góðan tíma.
Spjalla við alla, í ungviðið kjá
ég slekk á mínum síma.

Í andanum er ég komin af stað
yfir fjallið og austur í sveit.
Og nú mun ég segja ykkur það
að þarna ég barnsskónum sleit.

26. júní 2005

No comments: