Monday, May 28, 2007

Brot minninganna

Brot minninganna
ég tíni þau upp
eitt af öðru
öll brotin
sum glitrandi fögur
önnur kámug
eða
nær gleymd
og
ég spyr sjálfa mig:
á ég að geyma þau lengur?

31. ág. 2005

No comments: