Monday, May 28, 2007

Nafnlaust ljóð

Grunurinn læddist framhjá
straukst við mig
en stoppaði ekki

hvert er hann að fara?

Ég elti með hálfum huga
óljósan skugga
næstum ósýnilegan

hvert var hann að fara?

Allt í einu var hann horfinn
hafði leysts upp
og orðið gegnsær

hvert fór hann?

Eiginlega langaði mig
ekki að vita það
samt var ég forvitin

24. mars 2005

No comments: