Monday, May 28, 2007

orðaréttin

mig dreymdi
að ég mætti fullt af orðum
þau voru þarna í flokkum

ég ákvað
að reka þau í almenninginn
og flokka þau

þetta voru alls konar orð
af öllum stærðum
og gerðum

það mátti skipta þeim niður
á marga staði
fyrir orð sem aldrei á að nota
fyrir orð sem bara skal hugsa
fyrir orð til að halda upp á

sum orð þyrfti að
flétta upp í orðabók
önnur ættu helst
að vera þurrkuð út
að eilífu

þetta var stórt
og viðamikið
verkefni

og þá
vaknaði ég

4. febr. 2005

No comments: