nýr dagur risinn,
bankar upp á og
býður góðan dag
"notaðu mig nú vel!"
skyldum sinnt af kappi
inn á milli borðað
spjallað, dreypt á
te eða kaffi
það líður fram á dag
komið heim
gengið í daglegu störfin
þvottur, matur, tiltekt
smám saman slokknar
á deginum og ró
færist yfir allt og alla
nóttin breiðir úr sér
hverf inn í draumalandið
vitandi það að það
styttist í nýjan dag.
4. nóv. 2004
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment