Monday, May 28, 2007

- Andríki -

Núna kom andinn yfir mig
og það ætla ég að nýta.
Ætli það muni borga sig
sýnum draumum að flýta?

Föstudagur enn á ný
og tíminn flýtir sér
Á himni eru engin ský
ég er að dunda mér.

Hvað skyldi vera tveir og tveir
tuttuguogtveir eða fjórir?
Hugsa ég alltaf meir og meir
mínir þankar eru stórir.

Núna er ég farin að bulla og bulla
ballið er rétt að byrja.
Kannski er betra að sulla og sulla
hvern á ég að spyrja?

Á arkinu hugurinn vinnur mikið
ég rífst oft við sjálfa mig.
Hvernig væri fyrir vikið
virkilega að hlusta á sig?

Ja hérna hugsa ég núna
halelúja eða hvað.
Tel mig vera alveg búna
og mun færast úr stað.


25. febr. 2005

No comments: