Glaðlega geislarnir dönsuðu saman
gullinbrúnir og heitir.
Að horfa á var virkilega gaman
vorið yl í kroppinn veitir.
Nú birtir meira dag frá degi
dimman er varla til.
Takið eftir því sem ég segi
svo allt fari eins og ég vil.
Alltaf er gott að meta lífið
og brosa oft og mikið.
Munnvikin allir upp hífið
ekki frá neinu vikið.
Verum jákvæð verum kát
verum mikið saman.
Setjum lífið í mót og mát
meira þó að framan.
Þetta er orðið hið mesta bull
og best er því að hætta núna.
Ekki er ég neitt að ráði full
ætla að leika fullkomnu frúna.
24. maí 2007
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment