Monday, May 28, 2007

- Orð -

Ég loka augunum
og sé orðin svífa
allt í kring

sum eins og svartar klessur
orð sem aldrei hefðu átt
að vera sögð

önnur björt og skínandi
hrós, fallegar kveðjur
og ástarorð

enn önnur grá og óljós
sem kannski verða
svarta klessur
eða skínandi björt
í framtíðinni

Síðan ca 3. júní 2004

No comments: