Monday, May 28, 2007

- Hugsanir -

Það leita á mig mögnuð orð
mun ég nota þau?
Ætti ég að leggja á borð
eða strauja tau?

Mér finnst ég standa ein og sér
en það eru bönd.
Hver mun standa þétt hjá mér
og halda í mína hönd?

Ekkert bætir vol né víl
verð að hressa lund.
Geri með mér góðan "díl"
mögnuð er sú stund.

Stundum best að brosa er
bætir það oft geð.
Skugginn minn á brott nú fer
ég er bara peð.

30. sept. 2004

No comments: