Monday, May 28, 2007

Nafnlaust ljóð

ég sit alveg kyrr
og hugsa eitthvað
skemmtilegt

bleikur himinn yfir mér
svo flottur
en svo annarlegur

um hugann vafra
góðar minningar
og ég brosi út í annað

veröldin er á yfirsnúning
en ég held mig vel
fyrir utan

það er ekki við hæfi
að vera stressaður
á svona bleikum degi

24. nóv. 2006

No comments: