Sundið heilar og heilsu bætir.
Hressir lund og andann kætir.
Bringa og skrið.
Finn í gufu frið.
Dagurinn svo glaður mætir.
Sundið heilar og heilsu bætir.
Hressir lund og andann kætir.
Bringa og skrið.
Finn í gufu frið.
Dagurinn svo glaður mætir.
Stefnubreyting stuð og veisla.
Stend með mér og kraftinn beisla.
Á réttri leið,
sú er greið.
Sendi frá mér bjarta geisla.
Að hoppa í sjóinn er sérlega gott.
Svamla´ út að kaðli og skunda í pott.
Nærir og gefur.
Mátt mikinn hefur.
Á eftir er húðin svo mjúk og svo flott.
Laufin gulna og roðna trjánum á.
Og vindurinn reynir að rífa frá.
Skuggar lengjast.
Sumir engjast.
Lífið er alls konar beint og á ská.
Minningar og magnaður tími.
Mun festa þær með hugar-lími.
Keðja traust.
Ég er hraust.
Bráðum flyt í nýrra, minna rými.,
Þegar orðin mæta mörg í hnapp,
með heljarinnar keppnis-kapp.
Hvað skal gera?
Fleira hlera.
Gefa má þá eitt gott klapp.
Alheimurinn og andinn eru með mér í liði.
Og allt á fullkomnu hressandi skriði.
Muna að njóta,
ekki skal þjóta.
Gamla lífið kveð sátt og með friði.
28/8
Trítla´af stað með stóran poka.
Stutt að fara, engin þoka.
Nálgast fisk,
á minn disk.
Ekki mun ég lengi doka.
29/8
Tíminn æðir ógnar hratt.
Ekki er að bíða.
Tikka´ í boxin, tækla bratt.
Tilboð er að smíða.
26/8:
Leiðist ekki limru að semja.
Líka vil ég andann temja.
Virkar vel
að ég tel.
Þarf mig sjálfa þó að hemja.
27/8:
Velja þarf um stað og stund.
Stefna á að hafa fund.
Breyta til.
Það ég vil.
Græðir margt og léttir lund.
Inn í daginn glöð ég geng.
Geymi með mér vonar streng.
Allt er gott
ég svo flott.
Þótt ég sé í pissu spreng.
Langt er síðan limru smeið.
Skal nú byrja nýja leið.
Finna tíma.
Láta ríma.
Þá verður aftur leiðin greið. (23/8)
Stend í ströngu, það er magnað.
Stefni áfram, get ei þagnað.
Velja rétt.
Vanda frétt.
Læt mig varða allan hagnað.
Andinn óþekkur neitar að mæta.
Ýmislegt fyrst þurfi´ aðeins að bæta.
Reyni að laga.
Allt önnur saga.
Gefst ekki upp, ekki séns, ekki glæta!
Sólin ætlar að sýna sig.
Stafa geislum, kalla á mig.
Búin í sundi.
Kannski skundi.
Gönguferð gefur einnig stig.
Ungur maður Jesú mætir
magnað lífið er.
Veisla með vinum alltaf kætir
við skulum hafa gaman hér.