Að rölta um hverfið og umhverfið skoða.
Skrefunum safna og sjá ýmislegt til boða.
Skemmtilegt nokk.
En fer ekki´ á skokk.
Enn eina limruna nú búin að hnoða.
Að rölta um hverfið og umhverfið skoða.
Skrefunum safna og sjá ýmislegt til boða.
Skemmtilegt nokk.
En fer ekki´ á skokk.
Enn eina limruna nú búin að hnoða.
Ágætur vani að vakna í bítið.
Virkja margt, bæði stórt og lítið.
Dagarnir betri
með alls konar letri.
Þetta er ekkert svo skrítið.
Áföll eru alls konar, bæði slæm og góð.
Úr þeim þarf að vinna í reynslu-banka-sjóð.
Sumt skal betur skoða,
að ekki reynist froða.
Um eitt og annað verð þá afar mikið fróð.
Nú færist yfir kuldi´ og vetrar-húm.
Og kannski sumir hugsa´ um drauginn Glúm.
Í Krónu er stutt.
Er því sem næst flutt.
Mig vantar samt sófa, stól og nýtt rúm.
Dót eða drasl eða óþarfa glingur.
Dæma það strax eða sjá gegnum fingur.
Dugleg að flokka.
Á svo marga sokka.
Þetta er slattin en brátt lokast hringur.
Sundið heilar og heilsu bætir.
Hressir lund og andann kætir.
Bringa og skrið.
Finn í gufu frið.
Dagurinn svo glaður mætir.
Stefnubreyting stuð og veisla.
Stend með mér og kraftinn beisla.
Á réttri leið,
sú er greið.
Sendi frá mér bjarta geisla.
Að hoppa í sjóinn er sérlega gott.
Svamla´ út að kaðli og skunda í pott.
Nærir og gefur.
Mátt mikinn hefur.
Á eftir er húðin svo mjúk og svo flott.
Laufin gulna og roðna trjánum á.
Og vindurinn reynir að rífa frá.
Skuggar lengjast.
Sumir engjast.
Lífið er alls konar beint og á ská.
Minningar og magnaður tími.
Mun festa þær með hugar-lími.
Keðja traust.
Ég er hraust.
Bráðum flyt í nýrra, minna rými.,
Þegar orðin mæta mörg í hnapp,
með heljarinnar keppnis-kapp.
Hvað skal gera?
Fleira hlera.
Gefa má þá eitt gott klapp.
Alheimurinn og andinn eru með mér í liði.
Og allt á fullkomnu hressandi skriði.
Muna að njóta,
ekki skal þjóta.
Gamla lífið kveð sátt og með friði.
28/8
Trítla´af stað með stóran poka.
Stutt að fara, engin þoka.
Nálgast fisk,
á minn disk.
Ekki mun ég lengi doka.
29/8
Tíminn æðir ógnar hratt.
Ekki er að bíða.
Tikka´ í boxin, tækla bratt.
Tilboð er að smíða.
26/8:
Leiðist ekki limru að semja.
Líka vil ég andann temja.
Virkar vel
að ég tel.
Þarf mig sjálfa þó að hemja.
27/8:
Velja þarf um stað og stund.
Stefna á að hafa fund.
Breyta til.
Það ég vil.
Græðir margt og léttir lund.
Inn í daginn glöð ég geng.
Geymi með mér vonar streng.
Allt er gott
ég svo flott.
Þótt ég sé í pissu spreng.
Langt er síðan limru smeið.
Skal nú byrja nýja leið.
Finna tíma.
Láta ríma.
Þá verður aftur leiðin greið. (23/8)
Stend í ströngu, það er magnað.
Stefni áfram, get ei þagnað.
Velja rétt.
Vanda frétt.
Læt mig varða allan hagnað.
Andinn óþekkur neitar að mæta.
Ýmislegt fyrst þurfi´ aðeins að bæta.
Reyni að laga.
Allt önnur saga.
Gefst ekki upp, ekki séns, ekki glæta!
Sólin ætlar að sýna sig.
Stafa geislum, kalla á mig.
Búin í sundi.
Kannski skundi.
Gönguferð gefur einnig stig.
Ungur maður Jesú mætir
magnað lífið er.
Veisla með vinum alltaf kætir
við skulum hafa gaman hér.