Wednesday, December 9, 2015

Nýjasta limran

Landið skrýðist hvítum kjól,
og enn á lofti lækkar sól.
Hugur rór.
Andinn frjór.
Stutt er nú í næstu jól.

Sunday, September 27, 2015

Föstudagsandinn (25.9.2015)

Úti lognið læðist um
lokkar mig til dáða.
Ekki neitt um fálm né fum
færnin má nú ráða.

Saturday, May 23, 2015

Dagur tvö í ljóðaáskorun

Orðin mörg ég saman set
sum þau ríma ef ég get.
Svo í sund
þvílík stund.
Limra þessi´ er alveg met.

Friday, May 22, 2015

Áskorun tekið, dagur 1



Geislar inn um gluggann minn
Gula tekur völdin.
Lundin létt og ylinn finn
les ég oft á kvöldin.

Saturday, March 28, 2015

Og þessi vísa varð til í morgun

Legg ég saman lófa mína
leitar hugur víða.
Bið Hann heili alla sína
höftin leysi´ og kvíða.

Enn ein limran, varð til 18. mars sl.

Hugurinn um víðan völl,
væntingar og hlátrasköll.
Alltaf stuð
hugsa´ um Guð.
Veit að trúin flytur fjöll.


Thursday, January 8, 2015

Tækifærislimra



Falleg ertu frænka mín
með fjólubláu augun þín
brosið hlýtt,
alltaf nýtt
úr andlitinu gleðin skín.

Þessi varð til á fjórum mínútum, og ég sem hélt að andinn væri í verkfalli.  :-)