Friday, November 6, 2020

Limra um föstudag smíðuð á núll einni í morgun

Upp er runninn föstudagur

ekki alveg skýr og fagur.

Látum það duga

með góðum huga.

Það kemur alltaf annar dagur!

Thursday, October 1, 2020

Limra um sjósund

 Beint í sjóinn veð ég út

og syndi smá með engan kút.

Það er svalt,

pínu kalt.

En leysi með því rembihnút.

Friday, September 18, 2020

Tækifærislimra sl. miðvikudag

Snjallar lausnir leynast víða.

Líggja oft og lengi bíða.

Notum þær,

nær og fjær.

Á meðan þessa limru smíða.

Saturday, August 29, 2020

Laugardagur

Mín á leið í morgunsund.
Mögnuð verður potta-stund.
Kaffi fyrst,
dál'dið þyrst.
Seinna skrepp á föður-fund.

Þessi limra varð til á níunda tímanum í morgun. Mætti í sundið tæpum klukkutíma síðar og uppgötvaði þá að ég hafði gleymt að færa sundgleraugun úr sjósundspokanum yfir í sundpokann. Fór tvisvar í kalda pottinn og einu sinni í heitasta pottinn áður en ég fór út í laug. Áður en ég vissi af var ég búin að synda 500 metra á brautum 7 og átta á uþb tuttugu mínútum. Þá fór ég þriðju ferðina í kalda pottinn og endaði í gufunni áður en ég fór upp úr. Kom við hjá Oddi í Kvikk við Öskjuhlíð. Um eitt lagði ég af stað austur lét pabba vita um tvö að ég væri komin í sýsluna en ég gerði smá stopp í Guttormshaga, fyrsta heimsóknin þangað ár.

Ein limran til

Mín á leið í morgunsund.
Mögnuð verður potta-stund.
Kaffi fyrst,
dál'dið þyrst.
Seinna skrepp á föður-fund.

Monday, May 11, 2020

Limra samin 10. maí 2020

.
Ef að orðin á sér láta standa.
Safnast upp til fóta´ og handa.
Bíð í tvær.
Skoða tær.
Leita svo að réttum anda.