Tuesday, December 26, 2017

Fann ferskeytlu í FB-minningum

Birtan undurfalleg er
ég dáleidd horfi á.
Tímanum ég viljug ver
við lestur svei mér þá.

Thursday, April 27, 2017

Tækifærisstaka (ERÚ á 1. línuna)

Til Dublin að djamma daman hún fer. Mikið mun þramma magnað það er.

Fyrstu tvær stúfhendurnar

Heilaði andann í hugleiðslu fór. 
Hugurinn eins og mjúkir skór. 
(ASH 22.04.2017)

Þegar sumarið siglir eyjunni að,
sjónum má breyta í bað.
(ASH 27.04.2017)

Sunday, April 2, 2017

Einnig póstað á ljóðapríl vegginn 2017 og minn vegg

Enginn er verri þótt vökni hann smá.
Víst er þó ágætt að komast því hjá.
Inni má prjóna,
og andanum þjóna.
Um þetta í limru ég vildi mig tjá.

Saturday, April 1, 2017

Á leiðinni austur áðan. Póstað einnig á vegginn "ljóðapríl"

Bruna austur bílnum á
brosandi út´ í bæði.
Eitt og annað er að spá
Ekki um það ræði.

Wednesday, March 29, 2017

Á leið í bæinn 26. mars sl.

Ef skálda-gyðjan hættir mér að stríða.
Strax ég ætla eina limru' að smíða. 
Orðin finn,
úr þeim vinn.
Ekki verður eftir neinu' að bíða.



Klukkuktíma eftir heimkomu:

Núna orðin bíða' í löngum röðum,
á líklegum og ólíklegum stöðum.
Nú má fagna.
Ekki þagna. 
Verð að eiga nóg af tómum blöðum.

Monday, February 13, 2017

Tvær nýjar limrur

Orðin streyma líkt og þá
enda´ á milli, kallast á.
Á bólakaf.
Í þetta haf.
Andann fann ég svei mér þá.
Loksins andinn að mér sækir
og rifjast upp þá fyrri kækir.
Limrur smíða.
Orðin bíða.
Engin stífla þetta flækir.