Sunday, September 24, 2023

Lífsgátu limrur

Þessi staður, þessi stund.

Stúlkan sú er létt í lund.

Enginn tími til.

Aðeins milli bil.

Flæðið opnar fyrir fund.


Tilveran um núið snýst,

minningar og hvað þú kýst.

Ekki´ um völd

í eina öld.

Á framtíðina ei skal þrýst. 

Sunday, July 16, 2023

Sumarfrí framundan

Þegar ekki er bongó en mikið um ský,

er langbest að skella sér sjóinn í!

Kæla sig vel,

dásamlegt tel.

Og framundan fimm vikna sumarfrí.

Thursday, July 6, 2023

Síðan 04.07.23 birt á FB

Orðin þurfa´ að sýna sig.

Skilaboð fyrir sjálfa mig.

Stutt í fríið.

Lítið mýið.

Þá má skoða næsta stig.

Sunday, June 18, 2023

Þjóðhátíðar limra

Þótt um ýmislegt alls ekki hirði

er allt lífið heil mikilis virði.

Hugsa og semja

reyna sig hemja.

En núna er það þáttur um Gyrði.

Friday, May 19, 2023

Heilsufars ferskjeytla

Með hálsbólgu og hitavelling

hósta líka mikið.

Ekki fær um heilan helling

heima fyrir vikið.

Wednesday, May 10, 2023

Tvær nýjar limrur

Limru-smíðar liggja niðri.

Læstis andinn inn í fiðri?

Margar bækur.

Rennandi lækur.

Er í lagi að skoðanir viðri?


Í bundnu máli flest má tjá.

Miðla´ af reynslu, segja frá.

Efni skoða,

fundi boða.

Allt er þetta gott að skrá.

Monday, May 1, 2023

Tvær frá í gær 20.04.2023

Orðin koma´ en fara fljót.

Finnst þau vilji vera sótt.

Hvar er andinn?

Er það vandinn?

Kannski kemur næstu nótt.


Stundum gott að láta vaða.

Leika sér og orðum raða.

Láta ríma.

Nýta tíma.

Inn á milli í bókum blaða. 

Sunday, March 12, 2023

Andinn í heimsókn, eldsnemma

Stundum þarf að staldra við.

Stíma kannski´ á önnur mið.

Leysa þrautir,

finna brautir.

Og jafnvel setja sumt á bið.


Oft er best að halda haus.

Heyja stríð við bull og raus.

Ástand meta

stíginn feta.

Leyfa sér að ganga laus.


Þegar andinn yfir kemur

ekki beint við tímann semur.

Skrái niður

góður siður.

Þannig orðin eitthvað hemur.

Sunday, February 26, 2023

Ein eftir andvökunótt

Minningarnar margar á mig leita.

Mismunandi athygli skal veita.

Sumt má vera,

annað burt skera.

 Mikið puð, því mun aldrei neita.

Thursday, February 16, 2023

Limra

Þegar út í óvissuna´ er farið

er ekki víst að alltaf í sér varið

Í gær var gaman.

Góður hópur saman.

Upplifunin einstök get ég svarið.

Monday, February 6, 2023

Staka

Logni liggur stundum á

læðist ekki getur.

Snjórinn þyrlast líka þá.

Það er ennþá vetur. 

Thursday, January 19, 2023

Samin 19.01.2023

Þegar andinn að mér sækir

og ekkert fyrir sem flækir.

Raða orðum

í réttum skorðum.

Gæti kallast limru-kækir.

Sunday, January 15, 2023

Um buxnakaup

Í nýjum buxum vel mig ber.

Búðin Belladonna er.

Fernar fjékk.

Fjármál, tékk.

Aftur þangað kannski fer.

Thursday, January 12, 2023

Tvær nýjar limrur

Samin 12.01:

Að smíða limru það er gaman

og finna orð sem ríma saman.

Vel það gengur.

Ágætur fengur.

Þetta´ og fleira segir daman.


Samin 10.01.2023:

Tuttugu og þrjú ár á sama stað.

Ætla´ að festa það á blað.

Vinnan góð

sjaldan móð.

Er nú búin að auglýsa það.