Saturday, November 27, 2021

Þessi varð til í gufubaðinu í morgun

 

Á færibandi limrur smíða.

Orðin að mér sækja víða.

Ég er til,

meira vil.

Fyllist aldrei ljóðasíða.

Friday, November 26, 2021

Tvær nýjar limrur

Andinn kom í heimsókn kátur kætti mig og vakti hlátur. Það er gott. Limra flott. Leysi kannski lífsins gátu.

Andinn helltist yfir mig.
Í símann gríp, það borgar sig.
Raða orðum,
allt í skorðum.
Skora jafnvel nokkur stig.

Friday, October 29, 2021

Lífsins á

Lífsins áin streymir fram í biðu og belgi.

Og safnast sums staðar í svelgi.

Njótum núna.

Ekki missa trúna.

Það er enn og aftur að koma helgi.

Saturday, October 2, 2021

Morgunlimra

Þegar andinn að mér sækir

og fram spretta frasar sprækir.

Safna orðum.

Allt í  skorðum.

Ekkert annað málin flækir.

Sunday, September 26, 2021

Tvær nýjar limrur

Í keilu hef ég fengið fellu. Fyrir ýmsu hef ég dellu. Les og prjóna, eða í sjónum lóna. En núna stödd á Hellu.

Eftir sund á kjörstað fór
og atkvæðið á seðil stór.
Nýtti vel
að ég tel.
Og nú með hvítt en ekki bjór.

Monday, September 20, 2021

Limra sem vakti mig um miðja nótt

Vetur nálgast smátt og smátt.

Sumar liðið, haustið brátt.

Þá skal slaka,

kannski baka.

Um það verður einhver sátt.

Saturday, June 12, 2021

Í tilefni brúðkaupsdags Eddu og Gumma

Lifið bæði vel og lengi!

Leggið saman lífsins strengi.

Ykkar skál

ástarinnar mál.

Allar leiðir saman tengi.

Tuesday, May 11, 2021

Þessi varð til í gær og var póstað á fb-vegginn

Orða málið ósköp pent.

Ætlast til að því sé lent.

Segi ei meir

um  þennan leir.

Engu að síður frá mér sent.

Saturday, May 8, 2021

Fyrsta hækan

Nauthólsvík í dag
sólin skein á okkur fimm
sjórinn var frábær

Sunday, April 25, 2021

Birt fyrst á fb 24. apríl 2021

Og svo komu orðin aftur að mér. Engin af þeim vildu standa sér. Hvað er til ráða? Hvetja til dáða! Stundum er gott að skrifa þau hér.

Sunday, April 18, 2021

Engar flækjur

Þegar orða-andinn ákafur að sækir. Og ekkert sérstakt annað málin flækir. Þá er lag. Strax í dag. Ennþá nýtast mínir limru-kækir.

(Fyrst póstað á fb 17. apríl 2021)

Wednesday, April 14, 2021

Þessi var til í gær, beint á fb-veggnum

 

Þegar orðin ryðjast áfram öll í einu er ég ekki að botna neitt í neinu. Raða þeim saman. Það er svo gaman. Úr verður limra svo það sé á hreinu.

Sunday, April 4, 2021

Þrjár nýjustu limrurnar

Að raða orðum hlið við hlið Henda sumum eða setja' í bið. Það er spes og smá ves. Öllum er svo stillt á svið.

Semja limrur eina og aðra.
Er ég kannski bara að blaðra.
Bulla smá.
Hvítt í tá.
Nokkuð viss um ég er að þvaðra.


Bubbi rokkar hlöðu Helga í
hann er bara að gefa í.
Horfi á þátt
nokkuð sátt.
Bestu kveðjur þáttinn í!