Monday, October 31, 2022

Limra gærdagsins 31.10.2022

Áfram veginn ætla ég að stefna.

Loforðin ég mun svo efna.

Alltaf glöð.

Stundum stöð.

Sjálfsagt eitthvað fleira hægt að nefna. 

Thursday, October 27, 2022

2 limrur frá 27.10.2022

Rölti um í ró og næði.

Reika ég á opnu svæði.

Ekki hrædd,

eða mædd.

Heilsu góða´ á þessu græði.


Ef ég horfi hægri til.

Halla undir flatt ég vil.

Skoða garða.

mis vel varða.

Er hægt að telja milli-bil? 

Monday, October 24, 2022

Fersleytla

Þegar ársins dögum fækka fer,

finnst mér gott að kúra.

Bók að lesa, borða ber.

Bara ekki skúra. 

Sunday, October 23, 2022

Tvær frá í gær 22.10.22

Orðin koma hópum í.

Sum mjög gömul, önnur ný.

Engin læti.

Ég mig bæti.

Enn ein limran smíðast því.


Hugsanir sínar að setja á blað.

Skrifa um eitthvað, veit ekki hvað.

Andanum sinna.

Lausnir að finna.

Gott er að vera á rólegum stað.

 

Thursday, October 6, 2022

Eftirfarnandi varð til í sundi nú síðdegis

Ég mælti mér mót við andann á laun.

Magnaður var, en ég skildi ekki baun.

Benti mér þá,

ýmislegt á.

Þetta var sjálfsagt mjög skrýtin tilraun. 

Wednesday, October 5, 2022

Tvær nýjar

Hárið mitt er sítt og flott.

Eigin litur sem er gott.

Í miðju skipt

sjaldan klippt.

Ég verð alltaf stelpuskott.


Stundum líða mánuðir milli limrusmíða.

Mætti halda að andinn væri að stríða.

Núna allt á fullu.

Orðin á mig skullu.

Ég sem ekkert endilega var að bíða.


Tuesday, October 4, 2022

Hæka

Að segja lítið
en hugsa þeim mun meira,
er eina vitið.