Saturday, December 31, 2022

Samin 29.12.22. Birtist fyrst á fb-vegg

Þegar nálgast enn ein áramót.

Í hraða tímans skil ekki hót.

Horfi til baka.

Ekki að saka.

Tileinka það liðna lífinu fljót. 

Samin 28.12 birtist fyrst á fb-vegg

Hugurinn hann getur farið víða.

Helling af ævintýrum kann að smíða.

Virkar vel.

Þetta sel.

Hollt er þó eftir sumu að bíða.

Sunday, November 20, 2022

Jólakortagerðarlimra

Jólakortin bý til sjálf.

Engin þeirra eru hálf.

Skrifa seinna.

Það er hreinna.

Breyttist ég í jólaálf. 

Thursday, November 10, 2022

Limra síðan 10.11.22

Ársins dögum fækkar óðum.

Andanum er haldið góðum.

Nú er lag

ný í dag.

Bráðum verð á nýjum slóðum.

 

Wednesday, November 9, 2022

Ferskeytla 09.11.22

Oft mig andinn sækir heim

og þá limrur smíða.

Skeytlu sendi út í geim.

Svo hún fari víða.

Sunday, November 6, 2022

Óvæntur endir

Alltaf gott að hugsa´ í lausnum.

Og margt sem gerist þá í hausnum.

Vinna tíma.

Láta ríma.

Óvæntan skrifa endi í síma. 

Wednesday, November 2, 2022

Samin 02.11.2022

Að smíða limrur gaman er.

Til þess nota orða her.

Raða saman.

Rauð í framan.

Allt er eins og vera ber. 

Tuesday, November 1, 2022

Limra gærdagsins 10.11.2022

Ýsu og harðfisk í Fiskbúð Fúsa.

Fæ í dallinn en ekki brúsa.

Alltaf glaður,

duglegur maður.

Við Skipholt búðin er til húsa.

 

Monday, October 31, 2022

Limra gærdagsins 31.10.2022

Áfram veginn ætla ég að stefna.

Loforðin ég mun svo efna.

Alltaf glöð.

Stundum stöð.

Sjálfsagt eitthvað fleira hægt að nefna. 

Thursday, October 27, 2022

2 limrur frá 27.10.2022

Rölti um í ró og næði.

Reika ég á opnu svæði.

Ekki hrædd,

eða mædd.

Heilsu góða´ á þessu græði.


Ef ég horfi hægri til.

Halla undir flatt ég vil.

Skoða garða.

mis vel varða.

Er hægt að telja milli-bil? 

Monday, October 24, 2022

Fersleytla

Þegar ársins dögum fækka fer,

finnst mér gott að kúra.

Bók að lesa, borða ber.

Bara ekki skúra. 

Sunday, October 23, 2022

Tvær frá í gær 22.10.22

Orðin koma hópum í.

Sum mjög gömul, önnur ný.

Engin læti.

Ég mig bæti.

Enn ein limran smíðast því.


Hugsanir sínar að setja á blað.

Skrifa um eitthvað, veit ekki hvað.

Andanum sinna.

Lausnir að finna.

Gott er að vera á rólegum stað.

 

Thursday, October 6, 2022

Eftirfarnandi varð til í sundi nú síðdegis

Ég mælti mér mót við andann á laun.

Magnaður var, en ég skildi ekki baun.

Benti mér þá,

ýmislegt á.

Þetta var sjálfsagt mjög skrýtin tilraun. 

Wednesday, October 5, 2022

Tvær nýjar

Hárið mitt er sítt og flott.

Eigin litur sem er gott.

Í miðju skipt

sjaldan klippt.

Ég verð alltaf stelpuskott.


Stundum líða mánuðir milli limrusmíða.

Mætti halda að andinn væri að stríða.

Núna allt á fullu.

Orðin á mig skullu.

Ég sem ekkert endilega var að bíða.


Tuesday, October 4, 2022

Hæka

Að segja lítið
en hugsa þeim mun meira,
er eina vitið.

Wednesday, September 28, 2022

Eftirfarandi limra varð til í gær 28.09.22

Stundum er ég stödd á þannig stað,

sem hvorki finnast penni eða blað.

Andinn yfir kemur.

Orðaflauminn temur.

Þá síminn nýtist vel, nema hvað.

Saturday, September 24, 2022

Tvær nýjar limrur frá 23.09.2022

Þegar ársins dögum fækka fer.
Fljúga suður fuglager.
Minni birta.
Lokuð skyrta.
Og föstudagar alltaf hér.

Umkringd er af orða-her.
Og myrkrið gegnum loftið sker.
Hvað skal gera?
Óhræddur vera!
Sjáum til hvernig þetta fer.

Friday, September 16, 2022

Limra dagsins

Oft þá koma orðin til mín.

Dansa´ í hringi voða fín.

Heillast ég,

er þau sé.

Virka á mig sem vítamín.

Thursday, September 15, 2022

Enn ein limran

Andinn virðist staldra við um stund.
Steyma orðin til mín létt í lund.
Þetta er gott.
Set í pott.
Hræri vel og held svo limru-fund.

Tuesday, September 13, 2022

Ferskeytla og limra fæddust í dag

Hárin mér á höfði rísa,

helling stækka þá.

Eigi þessu hægt að lýsa

- en brosa það má.


Ekkert stöðvar tímann á hans spani.

Og lítið hægt að spyrja hvert hann ani.

Best að njóta.

Í sjónum fljóta.

Limruformið er að verða vani.

Monday, September 12, 2022

Önnur strax næsta dag

Að raða orðum öllum saman.

Og kæla sig svo í framan.

Virkar vel

að ég tel.

Það er einstaklega gaman.

Sunday, September 11, 2022

Loksins ný limra

 Andinn hvarf og orðin líka

engar limrur til að flíka.

Gæti lagast

ekki jagast.

Þetta dútl mig gerir (and)ríka.

Thursday, May 19, 2022

Þessi varð til á heimleið úr vinnu í gær

Í miðri viku meta þarf,

andans vinnu og hans starf.

Fingur tifa.

Þetta skrifa.

Er það kannski aftur-hvarf? 

Monday, May 16, 2022

Nýjasta limran

Í vikubyrjun vert er að

virða lífið, skoða það.

Brosa breitt

mjög einbeitt.

Skella sér svo í sjóbað.

Saturday, May 7, 2022

Limra sem varð til í gær 6. maí 2022

Vikulokin nálgast furðu fljótt.
Fallegt veður, allt svo hljótt.
Njótum þess,
alltaf hress.
Lífið getur breyst mjög skjótt.

Friday, April 29, 2022

Tækifærislimra samin í vinnu 29. apríl

Föstudagur enn á ný.

Ekki skiljum neitt í því.

Helgi góða,

má oss bjóða.

Sumar, sól og engin ský.

Monday, January 17, 2022

Samin í kalda pottinum 16. janúar sl.

Þetta ár verður kröftugt og gott. Fer oft í sjóinn og kaldan pott. Les og prjóna mér sjálfri þjóna. Þetta plan finnst mér vera flott.