Sunday, September 24, 2023

Lífsgátu limrur

Þessi staður, þessi stund.

Stúlkan sú er létt í lund.

Enginn tími til.

Aðeins milli bil.

Flæðið opnar fyrir fund.


Tilveran um núið snýst,

minningar og hvað þú kýst.

Ekki´ um völd

í eina öld.

Á framtíðina ei skal þrýst. 

Sunday, July 16, 2023

Sumarfrí framundan

Þegar ekki er bongó en mikið um ský,

er langbest að skella sér sjóinn í!

Kæla sig vel,

dásamlegt tel.

Og framundan fimm vikna sumarfrí.

Thursday, July 6, 2023

Síðan 04.07.23 birt á FB

Orðin þurfa´ að sýna sig.

Skilaboð fyrir sjálfa mig.

Stutt í fríið.

Lítið mýið.

Þá má skoða næsta stig.

Sunday, June 18, 2023

Þjóðhátíðar limra

Þótt um ýmislegt alls ekki hirði

er allt lífið heil mikilis virði.

Hugsa og semja

reyna sig hemja.

En núna er það þáttur um Gyrði.

Friday, May 19, 2023

Heilsufars ferskjeytla

Með hálsbólgu og hitavelling

hósta líka mikið.

Ekki fær um heilan helling

heima fyrir vikið.

Wednesday, May 10, 2023

Tvær nýjar limrur

Limru-smíðar liggja niðri.

Læstis andinn inn í fiðri?

Margar bækur.

Rennandi lækur.

Er í lagi að skoðanir viðri?


Í bundnu máli flest má tjá.

Miðla´ af reynslu, segja frá.

Efni skoða,

fundi boða.

Allt er þetta gott að skrá.

Monday, May 1, 2023

Tvær frá í gær 20.04.2023

Orðin koma´ en fara fljót.

Finnst þau vilji vera sótt.

Hvar er andinn?

Er það vandinn?

Kannski kemur næstu nótt.


Stundum gott að láta vaða.

Leika sér og orðum raða.

Láta ríma.

Nýta tíma.

Inn á milli í bókum blaða.