Wednesday, September 28, 2022

Eftirfarandi limra varð til í gær 28.09.22

Stundum er ég stödd á þannig stað,

sem hvorki finnast penni eða blað.

Andinn yfir kemur.

Orðaflauminn temur.

Þá síminn nýtist vel, nema hvað.

Saturday, September 24, 2022

Tvær nýjar limrur frá 23.09.2022

Þegar ársins dögum fækka fer.
Fljúga suður fuglager.
Minni birta.
Lokuð skyrta.
Og föstudagar alltaf hér.

Umkringd er af orða-her.
Og myrkrið gegnum loftið sker.
Hvað skal gera?
Óhræddur vera!
Sjáum til hvernig þetta fer.

Friday, September 16, 2022

Limra dagsins

Oft þá koma orðin til mín.

Dansa´ í hringi voða fín.

Heillast ég,

er þau sé.

Virka á mig sem vítamín.

Thursday, September 15, 2022

Enn ein limran

Andinn virðist staldra við um stund.
Steyma orðin til mín létt í lund.
Þetta er gott.
Set í pott.
Hræri vel og held svo limru-fund.

Tuesday, September 13, 2022

Ferskeytla og limra fæddust í dag

Hárin mér á höfði rísa,

helling stækka þá.

Eigi þessu hægt að lýsa

- en brosa það má.


Ekkert stöðvar tímann á hans spani.

Og lítið hægt að spyrja hvert hann ani.

Best að njóta.

Í sjónum fljóta.

Limruformið er að verða vani.

Monday, September 12, 2022

Önnur strax næsta dag

Að raða orðum öllum saman.

Og kæla sig svo í framan.

Virkar vel

að ég tel.

Það er einstaklega gaman.

Sunday, September 11, 2022

Loksins ný limra

 Andinn hvarf og orðin líka

engar limrur til að flíka.

Gæti lagast

ekki jagast.

Þetta dútl mig gerir (and)ríka.