Monday, March 14, 2011

Mig langar að segja sögur
syngja og lesa mikið.
Semja og bulla bögur
bæta mig fyrir vikið.

Það er gaman að sitja og sauma í
sjá myndirnar verða til.
Finn oftast fró og hvíld í því
að framkvæma mér í vil.
ASH 14.03.2011
Eftirfarandi staka varð til er ég var á leið í vinnu í fyrra fallinu mánudaginn 7. mars. Enginn var búinn að labba upp Eiríksgötuna rétt upp úr sjö:

Ég markaði spor í mjallhvíta fönn.
Magnað til baka að líta.
Hugurinn hélst þó við dagsins önn.
Held ei neitt muni' á mig bíta.
Afmælisvísur

Dagný hún er draumlynd mær
dugleg, oft hún bakar.
Hún var tuttuguogníu í gær
aldurinn ekki sakar.

Skemmtileg og skemmtir þér
skondin oft á köflum.
Ferðast vill og leika sér
og taka þátt í lífsins spennu-töflum.

Samið 28.02.2011 (sama dag og umrædd Dagný varð 30 ára)

Thursday, January 27, 2011

Nokkrar stökur

Löngun hef til að tjá mig,
töluvert hef að segja.
Sumt er samt ekki fyrir þig.
Stundum er best að þegja.
15.09.2010

Oft þá falla stakar stökur,
steypast beint í kollinn inn.
Brátt ég kannski baka kökur,
kátur verður Davíð minn.
18.09.2010

Mér þykir ósköp vænt um þig,
er þá pínu væmin.
Neikvæðni sjaldan borgar sig,
það sanna fjölmörg dæmin.
22.09.2010

Framundan eru strembnar stundir.
Standast allar átt.
Hugsa bara um grænar grundir
og grasið fyrir slátt.
15.11.2010