Sundið heilar og heilsu bætir.
Hressir lund og andann kætir.
Bringa og skrið.
Finn í gufu frið.
Dagurinn svo glaður mætir.
Sundið heilar og heilsu bætir.
Hressir lund og andann kætir.
Bringa og skrið.
Finn í gufu frið.
Dagurinn svo glaður mætir.
Stefnubreyting stuð og veisla.
Stend með mér og kraftinn beisla.
Á réttri leið,
sú er greið.
Sendi frá mér bjarta geisla.
Að hoppa í sjóinn er sérlega gott.
Svamla´ út að kaðli og skunda í pott.
Nærir og gefur.
Mátt mikinn hefur.
Á eftir er húðin svo mjúk og svo flott.
Laufin gulna og roðna trjánum á.
Og vindurinn reynir að rífa frá.
Skuggar lengjast.
Sumir engjast.
Lífið er alls konar beint og á ská.
Minningar og magnaður tími.
Mun festa þær með hugar-lími.
Keðja traust.
Ég er hraust.
Bráðum flyt í nýrra, minna rými.,
Þegar orðin mæta mörg í hnapp,
með heljarinnar keppnis-kapp.
Hvað skal gera?
Fleira hlera.
Gefa má þá eitt gott klapp.
Alheimurinn og andinn eru með mér í liði.
Og allt á fullkomnu hressandi skriði.
Muna að njóta,
ekki skal þjóta.
Gamla lífið kveð sátt og með friði.