Monday, May 28, 2007

Nafnlausar stökur

Dagur var risinn úr rekkju
rigning úti og grátt.
Veruleikinn varð að tímaskekkju
var ég þó sátt.

Ég dreif mig í leppana lúin
langaði aftur í rúmið.
En skylduverkin ei voru búin
enda langt í kvöldhúmið.

Í spegilinn leit, blikkaði´og brosti
burstaði tennurnar vel.
Samt var ég enn í draumalosti
og nýlega komin frá hel.

Martröðin var enn svo lifandi´ og ljót
langaði henni strax að gleyma.
Það myndi ei duga að hlaupa við fót
því minningin fylgir um alla geima.

28. jan. 2007

No comments: