Monday, May 28, 2007

Nafnlausar stökur

Ljúfur morgunn líst mér á
langar til að kúra.
Samt ég ætla kaffi' að fá
og drífa mig að skúra.

Margar bækur bíða eftir
betri athygli að fá.
Stuttur tíminn heftir, heftir
honum ekki má lá.

Í mér einhver blundar þrá
ég verð að kryfja málið.
Öðruvísi mér áður brá
úúú, stórt er orðið bálið.


20. nóv. 2005

No comments: