Saturday, September 27, 2025

Um ágæti sunds

Sundið heilar og heilsu bætir.

Hressir lund og andann kætir.

Bringa og skrið.

Finn í gufu frið.

Dagurinn svo glaður mætir. 

Thursday, September 25, 2025

Limra samin 25. sept 2025

Stefnubreyting stuð og veisla.

Stend með mér og kraftinn beisla.

Á réttri leið,

sú er greið.

Sendi frá mér bjarta geisla.

 

Wednesday, September 24, 2025

Nýjasta limran frá því rétt áðan

Að hoppa í sjóinn er sérlega gott.

Svamla´ út að kaðli og skunda í pott.

Nærir og gefur.

Mátt mikinn hefur.

Á eftir er húðin svo mjúk og svo flott. 

Limra gærdagsins

Laufin gulna og roðna trjánum á.

Og vindurinn reynir að rífa frá.

Skuggar lengjast.

Sumir engjast.

Lífið er alls konar beint og á ská. 

Tuesday, September 23, 2025

Tvær nýjustu urðu til 21. og 22. sept. 2025

Minningar og magnaður tími.

Mun festa þær með hugar-lími.

Keðja traust.

Ég er hraust.

Bráðum flyt í nýrra, minna rými.,


Þegar orðin mæta mörg í hnapp,

með heljarinnar keppnis-kapp.

Hvað skal gera?

Fleira hlera.

Gefa má þá eitt gott klapp.



Wednesday, September 3, 2025

Ein síðan í gær 03.09

Alheimurinn og andinn eru með mér í liði.

Og allt á fullkomnu hressandi skriði.

Muna að njóta,

ekki skal þjóta.

Gamla lífið kveð sátt og með friði. 

Monday, September 1, 2025

Tvær limrur

Ekki vil ég vera að rella.
Vitleysa og alger della.
Bölv og ragn,
gera´ei gagn.
Staðurinn í dag er Hella.

Stundum er gott að staldra við.
Stilla mörk og skoða mið.
Virðist létt,
er svo rétt.
Svo má líka breyta um svið.