Wednesday, January 21, 2026

Þriðja limra ársins "fæddist" í gær

Alltaf gott að hugsa mál til enda.

Á kosti´ og galla má þá líka benda.

Kannski skýrslu skili.

Gef þó ekkert upp í bili.

Í kosmosið má góða strauma senda. 

Tuesday, January 13, 2026

Önnur limran 2026 varð til í gær 12.01

Mana fram andann og orðunum safna.

Engu að lofa samt fáu að hafna.

Lífið er skrítið.

Ekki svo lítið.

Allt gengur vel, margt að vaxa og dafna.

Sunday, January 4, 2026

Fyrsta limran nýs árs var samin 1.1.2026

Að svamla í sjónum og kæla sig vel.

Síðan í gufu ég nokkra stund dvel.

Fer aftur í kalt.

Það er mjög svalt.

Minni þá kannski á forvitinn sel.

Wednesday, December 3, 2025

29.11.2025

Stöku sinnum limrur smíða. 

Sem um reynslu ef orðin bíða.

Skrýtnar sumar. 

Andinn þrumar.

Þessi fær að flakka víða.

Thursday, November 6, 2025

Eftir göngu túr 061125

 Að rölta um hverfið og umhverfið skoða.

Skrefunum safna og sjá ýmislegt til boða.

Skemmtilegt nokk.

En fer ekki´ á skokk.

Enn eina limruna nú búin að hnoða.

Monday, November 3, 2025

Í bítið

Ágætur vani að vakna í bítið.

Virkja margt, bæði stórt og lítið.

Dagarnir betri

með alls konar letri.

Þetta er ekkert svo skrítið. 

Sunday, November 2, 2025

Næturbrölt

Áföll eru alls konar, bæði slæm og góð.

Úr þeim þarf að vinna í reynslu-banka-sjóð.

Sumt skal betur skoða,

að ekki reynist froða.

Um eitt og annað verð þá afar mikið fróð.