Að rölta um hverfið og umhverfið skoða.
Skrefunum safna og sjá ýmislegt til boða.
Skemmtilegt nokk.
En fer ekki´ á skokk.
Enn eina limruna nú búin að hnoða.
Að rölta um hverfið og umhverfið skoða.
Skrefunum safna og sjá ýmislegt til boða.
Skemmtilegt nokk.
En fer ekki´ á skokk.
Enn eina limruna nú búin að hnoða.
Ágætur vani að vakna í bítið.
Virkja margt, bæði stórt og lítið.
Dagarnir betri
með alls konar letri.
Þetta er ekkert svo skrítið.
Áföll eru alls konar, bæði slæm og góð.
Úr þeim þarf að vinna í reynslu-banka-sjóð.
Sumt skal betur skoða,
að ekki reynist froða.
Um eitt og annað verð þá afar mikið fróð.
Nú færist yfir kuldi´ og vetrar-húm.
Og kannski sumir hugsa´ um drauginn Glúm.
Í Krónu er stutt.
Er því sem næst flutt.
Mig vantar samt sófa, stól og nýtt rúm.
Dót eða drasl eða óþarfa glingur.
Dæma það strax eða sjá gegnum fingur.
Dugleg að flokka.
Á svo marga sokka.
Þetta er slattin en brátt lokast hringur.
Sundið heilar og heilsu bætir.
Hressir lund og andann kætir.
Bringa og skrið.
Finn í gufu frið.
Dagurinn svo glaður mætir.
Stefnubreyting stuð og veisla.
Stend með mér og kraftinn beisla.
Á réttri leið,
sú er greið.
Sendi frá mér bjarta geisla.