Friday, August 29, 2025

Limra og ferskeytla

 28/8

Trítla´af stað með stóran poka.

Stutt að fara, engin þoka.

Nálgast fisk,

á minn disk.

Ekki mun ég lengi doka.


29/8

Tíminn æðir ógnar hratt.

Ekki er að bíða.

Tikka´ í boxin, tækla bratt.

Tilboð er að smíða.

Wednesday, August 27, 2025

Ein í gær og önnur áðan

26/8:

Leiðist ekki limru að semja.

Líka vil ég andann temja.

Virkar vel

að ég tel.

Þarf mig sjálfa þó að hemja.


27/8:

Velja þarf um stað og stund.

Stefna á að hafa fund.

Breyta til.

Það ég vil.

Græðir margt og léttir lund.

Monday, August 25, 2025

Þessi varð til í gær 25.8.25

Inn í daginn glöð ég geng.

Geymi með mér vonar streng.

Allt er gott

ég svo flott.

Þótt ég sé í pissu spreng.

Sunday, August 24, 2025

Tvær nýjar limrur samdar 23. og 24. ágúst 2025

Langt er síðan limru smeið.

Skal nú byrja nýja leið.

Finna tíma.

Láta ríma.

Þá verður aftur leiðin greið.  (23/8)


Stend í ströngu, það er magnað.

Stefni áfram, get ei þagnað.

Velja rétt.

Vanda frétt.

Læt mig varða allan hagnað.

Monday, May 5, 2025

Nýjasta limran, samin í gær 4.5.2025

Andinn óþekkur neitar að mæta.

Ýmislegt fyrst þurfi´ aðeins að bæta.

Reyni að laga.

Allt önnur saga.

Gefst ekki upp, ekki séns, ekki glæta!

Sunday, April 27, 2025

Ætli andinn sé að vakna aftur?

Sólin ætlar að sýna sig.

Stafa geislum, kalla á mig.

Búin í sundi.

Kannski skundi.

Gönguferð gefur einnig stig.

Steingrímur Ari fermdur 17. apríl 2025

 Ungur maður Jesú mætir

magnað lífið er.

Veisla með vinum alltaf kætir

við skulum hafa gaman hér.