Thursday, January 27, 2011

Nokkrar stökur

Löngun hef til að tjá mig,
töluvert hef að segja.
Sumt er samt ekki fyrir þig.
Stundum er best að þegja.
15.09.2010

Oft þá falla stakar stökur,
steypast beint í kollinn inn.
Brátt ég kannski baka kökur,
kátur verður Davíð minn.
18.09.2010

Mér þykir ósköp vænt um þig,
er þá pínu væmin.
Neikvæðni sjaldan borgar sig,
það sanna fjölmörg dæmin.
22.09.2010

Framundan eru strembnar stundir.
Standast allar átt.
Hugsa bara um grænar grundir
og grasið fyrir slátt.
15.11.2010

No comments: