Friday, August 24, 2007

Lífsins beygjur

undarlegar og krókóttar
holóttar og hæðóttar
djúpar niður
brattar upp
oftast er samt gaman

eitt er hugsað
annað framkvæmt
ó hvað allt er
furðulegt
en ekki er gefist upp

stundum hraðar
stundum hægar
engar eru eins
best er samt að staldra við
og njóta augnabliksins

Monday, August 20, 2007

Sumarbústaðarfílingur

Friðsælt og fagurt í sveitinni er
flugnasuð og erla.
Ósköp er gott að vera hér
enda er þetta perla.

(Reykjaskógi 13. ág. 2007)